
Skýjasmiðjan
About CloudFactory

Skýjasmiðjan verður til
Leikararnir Stefán Benedikt Vilhelmsson og Aldís Davíðsdóttir stofnuðu Skýjasmiðjuna.
Sameiginlegur áhugi þeirra á grímum og grímuleik varð til þess að þau kynntu sér heilgrímu formið og fjármögnuðu sína fyrstu sýningu „Hjartaspaða“. Þau fengu til liðs við sig Orra Huginn Ágústsson leikara og leikstjórann Ágústu skúladóttur og saman hafa þau rannsakað þetta orðlausa form og tengt við hinar ýmsu greinar sviðslistanna.
„Hjartaspaðar“ átti (árið 2013) að verða lítið sætt tilraunaverkefni en varð að fullþroskaðri sýningu og um leið einn óvæntasti smellur sjálfstæðu leikhússenunnar og hlaut einróma lof gegnrýnenda og tvær tilnefningar til Grímuverðlauna.
Næsta sýning Skýjasmiðjunnar var orðlaus lítil leikhúsperla fyrir yngri áhorfendur. Fiskabúrið var sýnt í samstarfi við Þjóðleikhúsið árið 2014.
Árið 2022 mun Skýjasmiðjan snúa aftur með stóra sýningu, HETJUR verður frumsýnd í Apríl 2022 í Tjarnarbíó.

